Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2016 12:13

Litlu mátti muna að atvinnuhúsnæði yrði eldi að bráð

Slökkvilið Borgarbyggðar var á ellefta tímanum í gærkvöldi kallað út vegna elds í atvinnuhúsnæði að Hálsum í Skorradal. Þar er rekið trésmíðaverkstæði og vélaskemma í sama húsi. Útkall slökkviliðsmanna var síðan afturkallað um tíu mínútum síðar þar sem húsráðendum og fleirum hafði tekist að slökkva eldinn. Tildrög brunans voru þau að eldur hafði kviknað í körum með spítukubbum sem stóðu utan við verkstæðishúsið á bænum. Tryggvi Valur Sæmundsson á Hálsum segir að það sé fyrst og fremst vegfaranda að þakka að ekki varð stórbruni, því eldurinn var við það að læsa sig í húsið þegar hann ók framhjá og lét vita. „Anton Friðjónsson á Hóli í Svínadal átti leið framhjá bænum og gerði okkur hér í báðum íbúðarhúsunum viðvart. Ég var í sturtu þegar konan kallaði á mig og segir að kviknað sé í niður á verkstæði. Það skipti engum togum að hún hringdi á slökkvilið en ég bókstaflega stökk rennblautur í fötin, með sjampóið í hárinu og þaut niðureftir. Þá voru þeir Aðalsteinn stjúpi minn, Pálmi móðurbróðir úr hinu húsinu ásamt Antoni byrjaðir slökkvistörf og náði þeir m.a. í vatn úr affalli af hitaveitunni sem látið er renna í kar við húsið. Þá rifu þeir körin og hjólbörur sem eldurinn logaði í frá húsinu. Það mátti því litlu muna en þetta fór engu að síður vel, að öðru leyti en því að Pálmi móðurbróðir minn brenndist á hendi,“ sagði Tryggvi í samtali við Skessuhorn.

 

Brenndist illa á hendi

Farið var með Pálma á móts við sjúkrabíl úr Borgarnesi og þaðan á heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem gert var að talsvert miklum brunasárum sem hann hlaut á hendi. Þegar þarna var komið sögu voru slökkviliðsmenn frá Hvanneyri, Borgarnesi og Reykholti á leið á vettvang og áttu skammt eftir að Hálsum. Hluti slökkviliðsins kom þó á staðinn. Vafalaust má þakka snörum handtökum heimamanna á vettvangi að þeir eru vanir störfum við slökkvilið.

 

Eldsupptök verða rannsökuð

Tryggvi á Hálsum segir að afar litlu hafi mátt muna að verkstæðishúsið yrði eldi að bráð, hurðir á húsinu voru byrjaðar að loga og rúður að springa. Skemman er áföstu fleiri útihúsum og hefði orðið um stórbruna að ræða ef eldurinn hefði logað óáreittur mikið lengur. Um eldsupptök segir Tryggvi ekki vitað og eftir sé að rannsaka tildrögin. „Þarna voru engin spilliefni sem við vitum um og okkur er því ráðgáta hvernig eldsupptök gátu orðið í spítukubbum í karinu. Það verður því óskað eftir því að lögregla rannsaki málið,“ segir Tryggvi. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is