Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2016 12:33

Tap og sigrar Vesturlandsliðanna

Mikil barátta einkenndi leiki gærkvöldsins í úrslitakeppninni í körfunni. Þrjú Vesturlandslið komu þar við sögu.

 

Íslands- og bikarmeistarar Snæfells tóku á móti Val í fyrstu viðureigninni og sigruðu með 69 stigum gegn 62. Þær leiða því 1-0 í undanúrslitum Domino´s-deildar kvenna gegn Val.

 

Í fyrstu deild karla tóku Skallagrímsmenn á móti Val í Borgarnesi. Leikurinn var hin mesta skemmtun og sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Stemningin á pöllunum í Fjósinu var gríðarlega góð. Það voru hins vegar Valsmenn sem höfðu sterkari taugar í lokin og unnu með 87 stigum gegn 83 og leiða viðureign liðanna 2-0.

 

Á Skaganum tók ÍA á móti Fjölni en liðið var í svipaðri stöðu og Skallagrímur fyrir leikinn, hafði tapað fyrsta leik á útivelli. Skagamenn reyndust hins vegar sterkari og sigruðu með 71 stigi gegn 69 og jöfnuðu því viðureignina í 1-1.

 

Nánar verður fjallað um leikina í Skessuhorni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is