Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2016 12:33

Tap og sigrar Vesturlandsliðanna

Mikil barátta einkenndi leiki gærkvöldsins í úrslitakeppninni í körfunni. Þrjú Vesturlandslið komu þar við sögu.

 

Íslands- og bikarmeistarar Snæfells tóku á móti Val í fyrstu viðureigninni og sigruðu með 69 stigum gegn 62. Þær leiða því 1-0 í undanúrslitum Domino´s-deildar kvenna gegn Val.

 

Í fyrstu deild karla tóku Skallagrímsmenn á móti Val í Borgarnesi. Leikurinn var hin mesta skemmtun og sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Stemningin á pöllunum í Fjósinu var gríðarlega góð. Það voru hins vegar Valsmenn sem höfðu sterkari taugar í lokin og unnu með 87 stigum gegn 83 og leiða viðureign liðanna 2-0.

 

Á Skaganum tók ÍA á móti Fjölni en liðið var í svipaðri stöðu og Skallagrímur fyrir leikinn, hafði tapað fyrsta leik á útivelli. Skagamenn reyndust hins vegar sterkari og sigruðu með 71 stigi gegn 69 og jöfnuðu því viðureignina í 1-1.

 

Nánar verður fjallað um leikina í Skessuhorni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is