Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2016 06:01

Aðalfundi frestað vegna kröfu lífeyrissjóðs um stjórnarsæti

Starfsemi HB Granda hf. skilaði á síðasta ári einum besta rekstrarárangri frá upphafi og var hagnaður félagsins 6,5 milljarðar króna, en félagið er reyndar gert upp í evrum. Á liðnu ári tók HB Grandi við tveimur nýjum uppsjávarveiðiskipum; Venusi og Víkingi, og nú eru í smíðum þrír ísfisktogarar úti í Tyrklandi sem afhentir verða á þessu ári og því næsta. Fresta þurfti aðalfundi HB Granda hf. sem hófst föstudaginn 1. apríl síðastliðinn því stjórnarkjör gat ekki farið fram. Öll núverandi stjórn félagsins dró framboð sitt til stjórnar til baka og knúði þannig fram framhaldsaðalfund þar sem einungis tveir einstaklingar voru þá eftir í framboði til stjórnar. Boðað verður til framhaldsaðalfundar síðar, líkleglega fyrir lok þessa mánaðar.

Tildrög frestunar aðalfundar er krafa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem skömmu fyrir aðalfundinn óskaði eftir margfeldiskosningu við kjör til stjórnar fyrirtækisins og tilnefndi fulltrúa frá sjóðnum til stjórnar. Þetta er í annað skipti eftir kaup sjóðsins á 12% eignarhlut í fyrirtækinu sem gert er tilkall til að eiga fulltrúa í stjórn. Sjö aðrir lífeyrissjóðir eiga minni eignarhluti hver fyrir sig, en alls um 21% í fyrirtækinu. Þannig eru lífeyrissjóðir samtals með um þriðjung eignarhalds en engan fulltrúa í stjórn. Í yfirlýsingu stjórnar HB Granda í kjölfar fundarins sagði m.a.:  

 „Af þessu má ætla að fyrri stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi verið ósátt við rekstur HB Granda hf. og óskað margfeldiskosningar til að kalla eftir breytingum á stjórn félagsins og starfsemi þess. Stjórn HB Granda hf. er ekki kunnugt um hvað það er sem fyrri stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna er ósátt með í starfsemi félagsins. Fyrir starfsmenn HB Granda hf., hluthafa og stjórn er mikilvægt að sátt ríki um forystu félagsins og skýrt komi þá fram ef ágreiningur er um mikilvæga þætti í rekstri þess og í hverju sá ágreiningur felst. Með því að draga framboð sitt til baka að sinni vill stjórn HB Granda hf. skapa svigrúm fyrir nýja stjórn Lífeyrirssjóðs verslunarmanna svo hún geti farið yfir málið,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem stjórn fyrirtækisins sendi frá sér í kjölfar frestaðs aðalfundar.

 

HB Grandi hf. var skráður á aðallista Nasdaq OMX fyrir tveimur árum. Árangur af rekstri félagsins hefur verið í samræmi við þær væntingar sem gefnar voru í útboðslýsingu. Þá hefur góð afkoma og sjóðsstaða félagsins skapað svigrúm til hárra arðgreiðslna til hluthafa. „HB Grandi hf. hefur þá sérstöðu meðal fyrirtækja á hlutabréfamarkaði að kjölfestu fjárfestar, sem ráða yfir rúmlega fjörutíu prósentum hlutafjár, standa að baki félaginu og hafa haft forystu fyrir þróun þess í yfir aldarfjórðung. Sú stjórn sem nú situr hefur verið einhuga um þá stefnu, uppbyggingu og rekstrarstýringu sem mótuð hefur verið og fylgt hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HB Granda.

 

Af þessu má ráða að þrátt fyrir þriðjungs eignarhlut lífeyrissjóða í fyrirtækinu, eftir að það var skráð í Kauphöllina, eiga þeir erfitt með að fá inn fulltrúa í stjórn HB Granda. Helgast það af einarðri andstöðu kjölfestufjárfesta, en Kristján Loftsson stjórnarformaður hefur lýst yfir andstöðu sinni með að lífeyrissjóðir geri tilkall til stjórnarsetu í fyrirtækinu, enda hafi því verið vel stýrt af núverandi stjórn, eins og fram kemur m.a. í yfirlýsingunni sem vitnað er til hér að ofan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is