Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2016 03:44

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Tillaga stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun 2016 hefur verið staðfest af ráðherra ferðamála. Alls voru veittir styrkir til 66 verkefna um allt land að heildarupphæð tæplega 596 milljónir króna.

Að þessu sinni var sérstaklega horft til öryggismála við úthlutun styrkjanna  og verður 51 milljón úthlutað sérstaklega af ráðherra til brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum. Miða 37 verkefnanna að bættu öryggi.  

 

Í byrjun þessa árs var gefin út ný reglugerð um starfsreglur framkvæmdasjóðsins og er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er á grundvelli hennar. „Í reglugerðinni er mótframlag til svæða í eigu og umsjón ríkisins fellt niður og mótframlag til svæða í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila er lækkað úr 50% í 20%,“ segir tilkynningu frá ráðuneytinu.

Hæstu einstöku styrkirnir í ár nema 30 milljónum króna og veitast til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss.

 

27 milljónir til framkvæmda við Svöðufoss

Alls er ellefu styrkjum veitt beint til uppbyggingar ferðamannastaða á Vesturlandi. Hæsti einstaki styrkurinn innan svæðisins nemur 26,9 milljónum króna og veitist Snæfellsbæ til framkvæmda við fyrsta áfanga uppbyggingar við Svöðufoss. Í rökstuðningi stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna segir um uppbygginu við Svöðufoss að það sé „vel undirbúið og skipulagt verkefni, sem er hluti af framtíðarsýn um uppbyggingu og samtengingu áfangastaða á norðanverðu Snæfellsnesi með áherslu á náttúruvernd og aðgengi.“

 

Aðrir styrkir sem veitt er til verkefna innan landshlutans eru hér segir:

 

Átthagastofa Snæfellsbæjar, 7.080.000 kr. styrkur til að setja upp almenningssalerni í húsnæði Sjávarsafnsins í Ólafsvík. Salernin verða opin allan sólarhringinn og rekin af sjávarsafninu.

Borgarbyggð, Sögubærinn Borgarnes - Búðarklettur og Vesturnes. Kr. 7.880.000 til endurbóta á „Sögustígnum“ í Borgarnesi með áherslu á náttúruvernd og aðgengi fyrir alla.

Grundarfjarðarbær, 6.000.000 kr. til stækkunar og frágangs bílastæða, merkinga og viðhalds á tröppum og göngustíg við Kirkjufellsfoss.

Grundarfjarðarbær, 2.800.000 kr. styrkur til skipulags og fullnaðarhönnunar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á áningarstað við Kolgrafafjarðarbrú.

Hvalfjarðarsveit, 5.010.000 kr. styrkur til áframhaldandi endurbóta og viðhalds gönguleiðar að fossinum Glym. Verkefnið er forgangsverkefni vegna náttúruverndar, öryggis-, fræðslu- og aðgengismála á fjölsóttum og varhugaverðum áfangastað sem er undir miklu álagi.

Reykhólahreppur, 2.500.000 kr. til merkinga, uppbyggingar og framkvæmda á jarðvarmasvæði við Reykhólaþorp, auk stígagerðar og verndunar fuglasvæðis.

Stapafélagið, 2.200.000 kr. styrkur til uppbyggingar á 860 metra löngum göngustíg um Eyrartún við Arnarstapa. Áður hefur umsækjandi lagt tvo þriðju hluta stígsins sem hér um ræðir, en síðustu 860 metrarnir eru lokahnykkurinn í framtaki félagsins.

Umhverfisstofnun, 12.340.000 kr. til hönnunar og uppsetningar útsýnispalls og göngubrúar við strönd Arnarstapa og Hellna, ásamt viðhaldi og uppbyggingu göngustíga. Verkefnið er forgangsverkefni vegna öryggis- og aðgengismála og slits og álags á náttúru af völdum ferðamanna.

Umhverfisstofnun, 3.037.400 kr. styrkur til viðbótar við ECO-grids göngustíg á Svalþúfu í Snæfellsjökulsþjóðgarði til að draga úr álagi á náttúru og umhverfi á Svalþúfu. Á sama tíma bætir verkefnið öryggi, aðgengi og upplifun ferðamanna án þess að rýra verndargildi svæðisins.

Umhverfisstofnun, 6.215.903 kr. styrkur til uppbyggingar á nýju bílastæði og bættu aðgengi við Vatnshelli.

 

Þá er að auki tólf milljóna króna styrk veitt til Umhverfisstofnunar vegna brýnna úrbóta á ferðamannastöðum. Nær sá styrkur til einstakra verkefna á lista stofnunarinnar yfir þá ferðamannastaði þar sem brýn þörf er talin á að bæta ástand með einföldum, árangursríkum aðgerðum sem skila árangri og kalla ekki á deiliskipulag. Þar eru tilgreindar lagfæringar á útsýnispalli við Hraunfossa í Borgarfirði, uppsetning skilta til að sporna við utanvegaakstri á hálendinu og Reykjanesfólkvangi, sem og lagfæring göngustígs við Leiðarenda. Ekki er sundurliðað hve hárri fjárhæð skal verja til hvers verkefnis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is