04. apríl. 2016 04:13
Í dag komust Stjarnan og Víkingur Ólafsvík að samkomulagi um að Stjarnan láni Þórhall Kára Knútsson knattspyrnumann til Víkings út keppnistímabilið 2016. Þórhallur Kári lék sumarið 2015 tólf leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skoraði þrjú mörk en í lok tímabils var hann valinn efnilegasti leikmaður félagsins. Meðfylgjandi mynd er af Þórhalli Kára og Jónasi Gesti Jónassyni formanni knd. Víkings handsala samninginn.