Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. apríl. 2016 08:01

Fyrirmyndardagur til að auka möguleika til atvinnuþátttöku

Fyrirmyndardagurinn verður næstkomandi föstudag, 8. apríl. Dagur þessi er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið fyrirmyndardagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag, eða hluta úr degi. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.

 

Hér á Vesturlandi tekur Vinnumálastofnun höndum saman með Starfsendurhæfingu Vesturlands og starfsfólki vinnu- og hæfingarstaða og hafa forsvarsmenn þeirra á síðustu dögum heimsótt vinnustaði. Að sögn Guðrúnar Sigríðar Gísladóttur forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Vesturlandi hafa viðtökur atvinnurekenda verið jákvæðar um að fá gesti í heimsókn á fyrirmyndardaginn. Í bréfi sem stjórnendum fyrirtækja hefur verið sent eru þeir jafnframt hvattir til þátttöku í þessu þarfa verkefni. Þannig leggi þau sitt af mörkum til að stuðla að fjölbreyttari samfélagi og atvinnuþátttöku sem flestra.

Á Facebooksíðu sem nefnist „Fyrirmyndardagurinn“ má fræðast nánar um verkefnið. Gleðilegan fyrirmyndar-föstudag!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is