05. apríl. 2016 10:01
Gísli Einarsson og félagar í Landanum, sjónvarpsþætti á RÚV, kíktu í heimsókn í Grundarfjörð á dögunum. Tilgangur heimsóknarinnar var að rannsaka vinsældir eins mest myndaða fjalls landsins. Rætt var við heimamenn um fjallið og reynt að komast að hvers vegna áhugi á því hefur aukist svona gífurlega á síðustu árum.