Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 09:01

Afreksíþróttasviðið í FVA reynist vel

Síðastliðið vor var sett á laggirnar sérstakt afreksíþróttasvið við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Er það fyrir nemendur af öllum brautum skólans sem uppfylla ákveðin skilyrði og vilja stunda íþróttir með álagi afreksmanna samhliða námi sínu. Undirritaður var formlegur samstarfssamningur milli FVA, Akraneskaupstaðar og ÍA en Akraneskaupstaður leggur til samstarfsins afnot af íþróttamannvirkjum og þjálfun er í höndum þjálfara hjá aðildarfélögum ÍA. Helgi Magnússon íþróttakennari við FVA og badmintonþjálfari hefur umsjón með afreksíþróttasviðinu í skólanum. Helgi segir alls 33 nemendur vera skráða á sviðið í dag og að flestir þeirra séu knattspyrnuiðkendur. Aðrir æfi körfuknattleik, badminton eða keilu. Hann segir markmiðið með afreksíþróttasviðinu vera að gefa ungmennunum tækifæri til þess að komast upp á næsta stig í sinni íþrótt. „Að ná að æfa næstum eins og atvinnumenn með skólanum og að setja sér markmið. Við ætlum að hitta öll aðildarfélög innan ÍA um miðjan apríl og þá verður ákveðið hverjir verða með á næsta skólaári. Við ætlum að reyna að fá sem flesta til að vera með og líklega kemur golfið inn núna, sem hefur ekki verið áður.“

 

Nánar er fjallað um afreksíþróttasviðið í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is