Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 10:12

Snæfellskonur í úrslit þriðja árið í röð

Snæfell tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir 78-71 sigur á Val í æsispennandi tvíframlengdum leik.

 

Valskonur byrjuðu leikinn mjög vel og gerðu heimaliðinu erfitt fyrir með sterkri vörn og góðu boltaflæði í sókninni. Snæfellskonur tóku við sér um miðjan upphafsfjórðunginn, voru yfirvegaðri í sínum aðgerðum á báðum endum vallarins og náðu forystunni undir lok leikhlutans. Við upphaf annars fjórðungs var sem Snæfell ætlaði að kafsigla gestina en Valskonur voru ekki tilbúnar að láta slíkt yfir sig ganga. Þær svöruðu með þriggja stiga körfum og héldu leiknum spennandi áfram. Snæfellskonur luku fyrri hálfleiknum með góðum kafla og leiddu með átta stigum í hléinu, 39-31.

 

Varnarleikur var í fyrirrúmi í leik beggja liða framan af þriðja leikhluta. Þegar hann var hálfnaður höfðu liðin aðeins skorað sex stig til samans. Undir lok leikhlutans tók við skotsýning frá þriggja stiga línunni þar sem Valur náði að minnka muninn í þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Snæfell jók muninn með fyrstu körfu fjórðungsins og skellti svo í lás í vörninni næstu mínúturnar. Um miðjan leikhlutann minnkuðu Valskonur muninn og upphófust æsispennandi lokamínútur þar sem liðin fylgdust að hvert fótmál. Þegar þrjár sekúndur voru eftir jafnaði Valur leikinn með þriggja stiga körfu og ljóst að leika þyrfti til þrautar.

 

Þreytumerki voru á báðum liðum í framlengingunni og áttu þau erfitt með að sækja af fullum krafti. Stigin hlóðust því ekki beint upp og lítið var skorað í framlengingunni. Þegar henni lauk var staðan enn jöfn, 69-69 og enn þurfti að bæta við leikinn. Mikil spenna var í síðari hluta framlengingarinnar og áhorfendur í Stykkishólmi risnir úr sætum. Snæfell skoraði þriggja stiga körfu á síðustu mínútu leiksins og veittu Val þar með náðarhöggið. Snæfell bætti nokkrum stigum við á lokasekúndunum og vann að lokum sjö stiga sigur, 78-71 í ótrúlegum leik í Stykkishólmi.

 

Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 22 stig og tók 14 fráköst í leiknum og Haiden Palmer daðraði við þrennuna. Hún skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alda Leif Jónsdóttir var með 15 stig og níu fráköst og Berglind Gunnarsdóttir ellefu stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar.

 

Snæfellskonur með komnar í úrslit þriðja árið í röð þar sem þær eiga Íslandsmeistaratitil að verja. Á næstu dögum ræðst hvort mótherjar þeirra í úrslitaviðureigninni verða Haukar eða Grindvíkingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is