Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 10:55

Skallagrímskonur einum sigri frá Domino‘s deildinni

Úrslitaviðureign 1. deildar kvenna í körfuknattleik hófst í gær þegar Skallagrímur tók á móti KR í Borgarnesi. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer með sigur af hólmi í viðureigninni og hlýtur að launum sæti í Domino‘s deild kvenna á næsta keppnistímabili.

 

Skallagrímskonur mættu ákveðnar til leiks. Þær spiluðu stífa vörn, neyddu gestina í erfiðar sendingar og slök skot og voru grimmar í fráköstunum. Skilaði það tíu stiga forskoti strax um miðjan upphafsfjórðunginn. Þá fór KR liðið að taka við sér. Hægt og sígandi minnkaði stigamunurinn niður í tvö stig snemma í öðrum leikhluta. Skallagrímskonur luku fyrri hálfleik hins vegar með góðum kafla og höfðu níu stiga forskot í hléinu, 41-32.

 

Gestirnir mættu ákveðnir til síðari hálfleiks en Skallagrímskonur létu það ekki slá sig út af laginu. Þær höfðu svör við öllum aðgerðum KR-inga og gott betur en það. Þær bættu í og höfðu afgerandi 15 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn. Það forskot var einfaldlega of mikið fyrir gestina. Skallagrímskonur hleyptu þeim ekki inn í leikinn aftur og sigldu heim tíu stiga sigri 79-69.

Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst Skallagrímskvenna með 21 stig og sex fráköst. Næst henni kom Erikka Banks með 13 stig og 15 fráköst. Þá skoruðu Sólrún Sæmundsdóttir og Hanna Þráinsdóttir tíu stig hvor.

 

Eins og áður sagði þarf tvo leiki þarf til að sigra viðureignina. Liðin mætast næst föstudaginn 8. apríl næstkomandi og þar geta Skallagrímskonur geta því tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is