Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 01:27

Sigurður Arnar ráðinn skólastjóri Grundaskóla

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Sigurð Arnar Sigurðsson í stöðu skólastjóra Grundaskóla. Sigurður Arnar hefur gegnt starfi aðstoðarskólastjóra frá árinu 2006 en hann hefur starfað í skólanum í 24 ár. Hann er með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands frá árinu 2013 og lauk diplómanámi í stjórnun og forystu frá Háskólanum í Reykjavík 2008 og frá Háskóla Íslands 2006. Auk þess hefur hann B.ed. gráðu frá Kennaraháskólanum frá árinu 1992. Þá hefur Sigurður Arnar einnig réttindi sem héraðsmatsmaður í skólum tengt ytra gæðamati menntamálayfirvalda frá árinu 2014. Í fréttatilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að Sigurður hafi verið virkur í félagsmálum. Hann hefur meðal annars setið í stjórn Skólastjórafélags Íslands og var kjörinn formaður Íþróttabandalags Akraness árið 2014. Sigurður Arnar tekur við starfinu af Hrönn Ríkharðsdótur sem sagði starfi sínu lausu eftir áramótin. Alls bárust sex umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is