06. apríl. 2016 03:01
Fjölbrautaskóli Snæfellinga var með opinn dag í skólanum í gær. Þá gátu áhugasamir komið og kynnt sér námsbrautir og félagsstarf skólans. Þá var hægt að fjárfesta í dýrindis kökum sem nemendur í dönsku voru að selja til styrktar námsferð til Danmerkur. Ágætis mæting var í skólann og þar voru nemendur 10. bekkjar áberandi meðal gesta.