Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 03:23

Búkolla hálf í kafi í Skorradalsvatni

Hópur fólks sem var á gönguferð umhverfis Skorradalsvatn um páskana sendi Skessuhorni nokkrar myndir af vinnuvélum í misjöfnu ásigkomulagi sem urðu á vegi þess í friðlandi Vatnshorns. „Það var engu líkara en einhver verktakinn hafi farið af stað og ætlað að laga vegslóðann inn með vatninu en lent í einhverju brasi við þá framkvæmd,“ sagði einn úr hópnum sem ákvað að senda myndirnar til að vekja athygli á málinu. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns mun vélin hafa fests í vatninu í október í haust og hafi verið þar síðan, eða í hálft ár. Göngufólkið hafði á orði að ekki hafi verið haft fyrir því að fjarlægja rafgeyma úr tækinu sem sat fast í vatninu og sýndist að einhver olíumengun hefði orðið. Fólkið undraðist slíka umgengni við jafn fjölfarna náttúruparadís, en þarna endar hin fræga gönguleið yfir Síldarmannagötur.

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns er eigandi vinnuvélanna verktaki í Reykjavík sem á sumarbústað í Skorradal. Sveitarstjórn Skorradalshrepps fól verktakanum í fyrra að framkvæma bætur á vegslóðanum sunnan við Skorradalsvatn fyrir fjárveitingu sem fékkst úr styrkvegasjóði sem Vegagerðin ráðstafar úr. Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps staðfesti það í samtali við Skessuhorn að umræddur verktaki hafi verið fenginn til að taka að sér verkið. Árna var hins vegar ekki kunnugt um þennan viðskilnað á vettvangi og kvaðst ætla að ganga strax í málið og láta fjarlægja tækin.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is