Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 03:36

Byggðarráð Dalabyggðar krefst aukins fjár til vegamála

Eins og greint var frá í Skessuhorni í dag hefur þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun áranna 2015-18 verið lögð fyrir Alþingi. Þar er gert ráð fyrir 2,1 milljarði til vegagerðar stofn- og tengivega á Vestursvæði. Nær öllum þeim peningum verður varið til uppbyggingar Vestfjarðavegar og annarrar vegagerðar á Vestfjörðum. Innan Vesturlands er gert ráð fyrir að 52 milljónum verði varið til endurgerðar og malbikunar Uxahryggjavegar, sem tengir Borgarfjörð og Þingvelli. Frekara fé á ekki að verja til vegagerðar á Vesturlandi á næstu árum og ljóst að margir Vestlendingar eru ósáttir.

 

Byggðarráð Dalabyggðar hefur til að mynda bókað um samgönguáætlun, en hún var rædd á fundi ráðsins í gær. Í fundargerð segir að samkvæmt Samgöngutölfræði Vesturlands, nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, séu um 74% allra vega í Dalabyggð enn malarvegir. Aðeins séu fjögur sveitarfélög á landinu verr sett hvað þetta varðar. Enn fremur segir að ráðamenn þjóðarinnar hafi haft fulla vitneskju um stöðu vegamála í sveitarfélaginu. „Alþingismenn hafa á opnum fundum viðurkennt að uppbygging og viðhald vega í Dalabyggð hafi mætt afgangi undanfarin ár,“ segir í fundargerðinni.

 

Bókun byggðarráðs Dalabyggðar er eftirfarandi: „Byggðarráð krefst þess að ríkisstjórn setji aukið fé til vegamála til að mæta stóraukinni umferð og bæta fyrir skort á viðhaldi og nýframkvæmdum á síðustu árum. Tafarlaust þarf að hefja uppbyggingu malarvega í Dalabyggð og leggja þá bundnu slitlagi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is