Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2016 03:36

Byggðarráð Dalabyggðar krefst aukins fjár til vegamála

Eins og greint var frá í Skessuhorni í dag hefur þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun áranna 2015-18 verið lögð fyrir Alþingi. Þar er gert ráð fyrir 2,1 milljarði til vegagerðar stofn- og tengivega á Vestursvæði. Nær öllum þeim peningum verður varið til uppbyggingar Vestfjarðavegar og annarrar vegagerðar á Vestfjörðum. Innan Vesturlands er gert ráð fyrir að 52 milljónum verði varið til endurgerðar og malbikunar Uxahryggjavegar, sem tengir Borgarfjörð og Þingvelli. Frekara fé á ekki að verja til vegagerðar á Vesturlandi á næstu árum og ljóst að margir Vestlendingar eru ósáttir.

 

Byggðarráð Dalabyggðar hefur til að mynda bókað um samgönguáætlun, en hún var rædd á fundi ráðsins í gær. Í fundargerð segir að samkvæmt Samgöngutölfræði Vesturlands, nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, séu um 74% allra vega í Dalabyggð enn malarvegir. Aðeins séu fjögur sveitarfélög á landinu verr sett hvað þetta varðar. Enn fremur segir að ráðamenn þjóðarinnar hafi haft fulla vitneskju um stöðu vegamála í sveitarfélaginu. „Alþingismenn hafa á opnum fundum viðurkennt að uppbygging og viðhald vega í Dalabyggð hafi mætt afgangi undanfarin ár,“ segir í fundargerðinni.

 

Bókun byggðarráðs Dalabyggðar er eftirfarandi: „Byggðarráð krefst þess að ríkisstjórn setji aukið fé til vegamála til að mæta stóraukinni umferð og bæta fyrir skort á viðhaldi og nýframkvæmdum á síðustu árum. Tafarlaust þarf að hefja uppbyggingu malarvega í Dalabyggð og leggja þá bundnu slitlagi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is