Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2016 08:01

Innleiðing á Heilsuveru á Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Nú er unnið að innleiðingu heilbrigðisgáttarinnar Heilsuveru á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilsuvera er vefsvæði þróað hjá Embætti landlæknis þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast upplýsingar um sig ásamt upplýsingum um eigin börn að 15 ára aldri.

 

Allir tengdir fyrir lok maí

„Í Heilsuveruer mögulegt að skoða yfirlit yfir eigin lyfseðla. Einnig er hægt að skoða sögu lyfjaúttektar síðustu þriggja ára og endurnýja föst lyf á einfaldan og öruggan hátt. Hægt verður að skoða ónæmisaðgerðir, svo sembólusetningar notanda og getur notandi séð hvaða sjúkdómum hann hefur verið bólusettur fyrir sem og hvaða lyf var notað. Þar er einnig hægt að taka afstöðu til líffæragjafar og síðast en ekki síst bóka tíma hjá heilsugæslulækni á sinni heilsugæslustöð. Síðar verður virkjaður sá möguleiki að senda fyrirspurnir á heilsugæslustöðvarnar varðandi eigin heilbrigðisupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá HVE.

Til að byrja með verða heilsugæslustöðvarnar á Akranesi og Borgarnesi tengdar Heilsuveru en stefnt er að tengingu við allar heilsugæslustöðvar HVE innan skamms en áætluð er innleiðing á Snæfellsnesi í byrjun maí og í Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga í lok maí.

 

Krafist rafrænna skilríkja

Við innskráningu á Heilsuveru er krafist rafrænna skilríkja og fyrir aðgang að rafrænum tímabókunum og lyfjaendurnýjun þarf notandi að vera skráður á viðkomandi heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera með símakort sem styður við rafræn skilríki en þau er hægt að nálgast hjá símafyrirtæki viðkomandi. Virkja þarf rafræn skilríki í viðskiptabanka áður en hægt er að hefja notkun þeirra.

„Með Heilsuveru er komið til móts við kröfur samfélagsins um aukna nýtingu upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustunnar enda aukin krafa um að notendur hennar séu upplýstir og virkir þátttakendur í eigin meðferð. Heilsuveran gerir einstaklingum kleift að hafa betri yfirsýn yfir samskipti sín við heilbrigðisþjónustuna en aukið aðgengi að eigin heilbrigðisupplýsingum er stór þáttur í ábyrgð sjúklinga á eigin meðferð og eykur öryggi sjúklinga og skilvirkni og gæði þjónustunnar. Unnið er að áframhaldandi þróun Heilsuveru hjá Embætti landlæknis með aukna þjónustu við almenning í huga. Vonast heilbrigðisstarfsmenn á HVE eftir góðum viðtökum við Heilsuveruna og að fólk tileinki sér fljótt þessa nýjung,“ segir að endingu í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is