07. apríl. 2016 10:15
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, mun taka við formennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn verður 18. apríl nk. Hún hefur verið varaformaður stjórnar undanfarin ár, tók sæti í stjórninni 2010. Reykjavíkurborg á um 94% hlut í OR og kýs fimm stjórnarmenn af sex. Akraneskaupstaður á svo einn fulltrúa í stjórn OR, sem nú er Valdís Eyjólfsdóttir og Borgarbyggð áheyrnarfulltrúa, en það er Björn Bjarki Þorsteinsson. Ný inn í stjórnina fyrir borgina kemur Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður. Aðrir fulltrúar Reykjavíkurborgar verða hinir sömu og fyrr; Gylfi Magnússon, Áslaug M. Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon.
Brynhildur er frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Aðalsteinssonr. Hún er doktor í umhverfis- og orkufræðum frá Boston University. Brynhildur hefur kennt við Háskóla Íslands frá 2006 og verið prófessor frá 2013.