Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2016 09:01

Kelakaffi fékk viðurkenningu fyrir samfélagslegt framtak

Síðastliðinn miðvikudag var kaffi og veisluterta í boði fyrir gesti í Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Ákveðið var á næstsíðasta aðalfundi KB að heiðra á hverju ári einstakling eða verkefni sem stuðlað hafi að félagslegum framförum á einhverju sviði. Að þessu sinni var ákveðið að veita viðurkenningu Kelakaffi fyrir „félagslega uppbyggingu, frumkvæði og samfélagslegt framtak,“ eins og segir í tilnefningunni.  Kelakaffi er samkoma fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði í húsnæði kaupfélagsins. Byrjað var að hittast þennan dag á kaffispjallfundum að frumkvæði Þorkels heitins Fjeldsted í Ferjukoti. Sá siður hélst í mörg ár og oft var glatt á hjalla, félagsmenn komu með meðlæti og áttu góða stund saman. Það var Guðrún Sigurjónsdóttir stjórnarmaður KB sem kom með viðurkenningarskjal og Guðrún Fjeldsted gaf mynd af Kela í minningu hans, en kakan var pöntuð frá Geirabakaríi.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is