08. apríl. 2016 10:08
Búið er að sigla skrautfjöðrum íslenska fiskisipaflotans; Venusi og Víkingi, frá Akranesi og eru skipin nú í Reykjavíkurhöfn. Svona stór skip þóttu ekki henta í leikmynd vegna töku á Fast-8 kvikmyndinni, en tökulið fyrir myndina er væntanlegt á Akranes í næstu viku. Skipunum verður nú innan tíðar siglt á kolmunnamiðin við Færeyjar en HB Grandi á eftir að veiða 26.150 tonn af 32.424 tonna kvóta fyrirtækisins.