Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2016 10:29

Stærsta hátíðin til þessa á tíu ár afmæli Mýraeldanna

Nú í byrjun mánaðarins voru tíu ár liðin frá Mýraeldunum, umfangsmesta sinubruna í manna minnum. Á morgun, laugardaginn 9. apríl verður blásið til Mýraeldahátíðar. Fer hún fram á tveimur stöðum. Fyrst í Faxaborg í Borgarnesi að deginum en kvöldskemmtun verður svo á heimaslóðum, í félagsheimilinu Lyngbrekku. Sem fyrr er það Búnaðarfélag Mýrarmanna sem stendur fyrir hátíðinni, sem haldin hefur verið annað hvert ár. Að sögn Sigurjóns Helgasonar bónda á Mel, formanns búnaðarfélagsins og eins skipuleggjenda Múraeldahátíðar, verður hátíðin einkar vegleg að þessu sinni.

 

„Við ætlum að halda stóra og mikla hátíð í ár vegna tíu ára afmælisins. Ákváðum við að flytja hana í Faxaborgina í Borgarnesi því við eigum von á að hún verði vel sótt,“ segir Sigurjón í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að hátíðin hafi þegar verið um það bil að sprengja Lyngbrekku utan af sér, en þar hefur hún verið haldin fram að þessu. Þar sem hátíðin er einkar stór í ár hafi þeir talið ráðlegt að flytja dagskrána að hluta í stærra húsnæði. Kvöldvaka hátíðarinnar með dansleik mun engu að síður fara fram í Lyngbrekku og hefst hún klukkan 21.

 

Í Faxaborg lofar Sigurjón lifandi dagskrá allan daginn frá klukkan 13 til 17:30. Meðal annars munu félagar úr Félagi ungra bænda verða með sprell og Karlakórinn Söngbræður ætlar að taka lagið. „Svanur í Dalsmynni verður með sýningu á smalahundum og ég á von á félögum úr Fornbílafjelagi Borgarfjarðar, svo hægt verður að skoða gamla bíla. Einnig verður markaður, grillað nautakjöt og smakk og Jóhanna á Háafelli mun kynna geitaafurðir, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sigurjón, en áhugasömum er bent á að dagskrá hátíðarinnar er auglýst í Skessuhorni vikunnar. „Við í búnaðarfélaginu hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag með okkur. Til þess er hátíðin gerð. Við viljum gera eitthvað skemmtilegt saman og kynna landbúnaðinn í leiðinni. „Hafa gaman saman,“ eins og stundum er sagt,“ segir Sigurjón að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is