Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2016 12:01

Skagamenn hafa lokið keppni í Íslandsmótinu

Í gærkvöldi tók ÍA á móti Fjölni í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla. Fyrir leikinn leiddi Fjölnir með tveimur sigrum gegn einum. Þeir gátu því tryggt sér sigur í viðureigninni og það gerðu þeir, eftir spennuþrungnar lokamínútur. Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á að skora. En um miðjan upphafsleikhlutann tók Fjölnir góðan sprett á meðan Skagamenn hittu illa. Heimamenn skoruðu aðeins ellefu stig í fyrsta leikhluta en Fjölnir sjö stigum betur. Leikmenn ÍA voru þó hvergi af baki dottnir. Þeir bættu leik sinn umtalsvert en áfram leiddu gestirnir. Með mikilli baráttu og þrautseigju náðu Skagamenn að jafna fyrir leikhléið, 38-38.

 

 

Síðari hálfleikur var jafn og spennandi framan af og leikurinn í járnum þar til Fjölnir náði góðum kafla og átta stiga forskoti í lok þriðja leikhluta. Skagamenn börðust áfram í upphafi lokafjórðungsins, minnkuðu muninn í tvö stig og stemningin orðin rafmögnuð í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Áhorfendur voru margir hverjir risnir úr sætum og fylgdust spenntir með. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna leika en alltaf vantaði herslumuninn. Fjölnir hafði að lokum fimm stiga sigur, 77-72.

 

Sean Tate var atkvæðamestur Skagamanna með 28 stig og sex fráköst. Næstur honum kom Jón Orri Kristjánsson með ellefu af bæði stigum og fráköstum en aðrir höfðu minna.

 

Skagamenn hafa lokið þátttöku sinni í Íslandsmótinu í körfuknattleik þennan veturinn og ljóst að liðið mun leika áfram í 1. deild að ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is