08. apríl. 2016 11:12
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir talsverðar breytingar á húsnæði Arion banka við Digranesgötu 2 í Borgarnesi. Að sögn Bernhards Þórs Bernhardssonar svæðisstjóra bankans á Vesturlandi var húsnæðið orðið allt of stórt fyrir starfsemina enda tæknin búin að breyta miklu í rekstrarumhverfi banka og mannaflaþörf. Næsta sumar mun verslun NordicStore verða opnuð á jarðhæð hússins og stefnt að rekstri veitingastaðar á efstu hæð þess, þar sem nú er mötuneyti og fundaherbergi bankans. Formlega fluttist starfsemi Arion banka á aðra hæð hússins í dag. Viðskiptavinum og gestum er boðið upp á kaffi og kleinur í tilefni dagsins og þá verður dagskrá fyrir börnin einnig í dag.
Nánar má lesa um opnunina í dag í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. Í frétt er er einnig rætt við svæðisstjórann um breytingarnar sem eru að verða á viðskiptaumhverfi banka sem leiða til þess að nú þarf minna húsnæði en áður til að reka í banka.