Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2016 06:01

Krafan er um endurreisn velferðarkerfisins

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hélt aðalfund sinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Á fundinum voru nokkrar ályktanir samþykktar, þar sem meðal annars var krafist kosninga strax, endurreisn velferðarkerfis, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, traust í samfélaginu, að unnið verði gegn fátækt og mismunun, stofnun auðlindasjóðs, breytt fiskveiðistjórnunarkerfi og nýja stjórnarskrá.

 

 

„Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi telur að það samrýmist ekki hugsjónum jafnaðarmanna að starfrækja eignarhaldsfélög á lágskattasvæðum. Það grefur undan velferðarkerfinu og sanngjarnri skiptingu á byrðum samfélagsins.“ Þá telur flokkurinn að verkefni stjórnmálanna á komandi mánuðum og misserum sé að endurreisa velferðarkerfið, tryggja samfélagslegan arð af auðlindum landsins og endurvekja traust í samfélaginu eftir áföll í efnahags- og stjórnmálalífi frá efnahagshruninu 2008 og fram á þennan dag. „Eftir þriggja ára stjórnartíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur ójöfnuður aukist í samfélaginu, velferðarkerfið er stórlaskað og mikilvægir innviðir á borð við samgöngukerfið vanræktir. Því er nú knýjandi þörf fyrir grunngildi jafnaðarstefnunnar við stjórnun landsins. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að vinna gegn fátækt og mismunun og auka jöfnuð milli einstaklinga, þjóðfélagshópa, landshluta og atvinnuvega. Fyrstu skref þurfa vera leiðrétting á kjörum aldraðra og öryrkja; stórátak í húsnæðismálum og umbætur í skattamálum sem miða að því m.a. að burðugar atvinnugreinar leggi aukinn skerf til samfélagslegra verkefna. Nauðsynlegt er að á Íslandi starfi öflugur, óháður og ríkisrekinn fjölmiðill.“

Þá er krafan sterk meðal félagsmanna um lýðræðisumbætur og að krafan um auðlindir í þjóðareigu með nýrri stjórnarskrá er enn í fullu gildi. „Gera þarf breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með almennum, sanngjörnum leikreglum sem nýtast samfélaginu ekki síður en atvinnugreininni. Mikilvægt er að á Íslandi fái þrifist öflugt atvinnulíf sem leggur drjúgan skerf af mörkum til samneyslunnar. Sjálfbærni og virðing fyrir náttúru og umhverfi eiga að vera forsenda við nýtingu auðlinda landsins og grundvöllur heildstæðrar auðlindastefnu. Stefna ber að stofnun auðlindasjóðs og eðlilegri gjaldtöku fyrir auðlindanýtingu til að fjármagna samfélagsleg verkefni, uppbyggingu innviða og rannsóknir í þágu atvinnuvega. Trúverðugleiki og heilindi eru forsenda heilbrigðra stjórnarhátta. Jafnaðarmenn eiga nú að fylkja sér um velferðina, samneysluna og ábyrgð í stjórnmálum undir merkjum Samfylkingarinnar,“ segir meðal annars í ályktun fundarins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is