Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2016 09:01

Afkoma Snæfellsbæjar var mun betri en áætlun gerði ráð fyrir

Ársreikningur Snæfellsbæjar var kynntur í bæjarstjórn í síðustu viku. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að rekstur hafi gengið vel á árinu og að rekstrarniðurstaðan hafi verið nokkuð betri en áætlun hafi gert ráð fyrir, eða jákvæð um 188 milljónir króna. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að sem betur fer sé það þannig að bæjarstjórn nái settum markmiðum í rekstri og oft sé afkoman betri en gert er ráð fyrir. Fyrir því sé skýring: „Við höfum það fyrir vana að gefa okkur í fjárhagsáætlanagerð að tekjur verði í lágmarki en gjöld í hámarki. Auk þess gerum við ráð fyrir óvæntum útgjöldum í rekstri bæjarsjóðs og auðvitað kemur alltaf eitthvað óvænt uppá. Við erum að sjálfsögðu ánægð með að vel hafi gengið og ekki er síst ánægjulegt að skuldahlutfall bæjarsjóðs er komið niður í 78% af tekjum. Það eru ánægjulegustu tíðindin að mínu mati,“ segir Kristinn í samtali við Skessuhorn.

 

 

Rekstrartekjur Snæfellsbæjar á árinu námu 2.078 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrartekjur yrðu 1.893 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok var 2.752 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi. Fram kemur að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins voru 1.008 milljónir króna en starfsmannafjöldi var 133 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 212 milljónir króna og veltufjárhlutfall er 1,02. Handbært frá rekstri var 258 milljónir króna. Heildareignir bæjarsjóðs námu 3.467 milljónum króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta voru 4.485 milljónir króna í árslok 2015. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu 1.282 milljónum króna og í samanteknum ársreikningi um 1.733 milljónum króna. Lækkuðu skuldir milli ára um 41 milljón.

Snæfellsbær fjárfesti á árinu 2015 fyrir 219 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og ný lán voru tekin að upphæð 41 milljón. Greidd voru niður lán um 155 milljónir króna og skuldahlutfallið komið niður í 78% eins og áður sagði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is