Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2016 11:29

Björgunarsveitin Lífsbjörg fær nýjan bíl afhentan

Nú um helgina fékk björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ afhentan nýjan bíl og var haldin móttökuveisla með styrktaraðilum og bæjarbúum í björgunarstöðinni Von í Rifi. Bíllinn er af gerðinni VW Caravelle og tekur níu manns í sæti. Þetta er fjórhjóladrifinn bíll, upphækkaður og með kraftmikilli dísel vél. Hann er vel búinn tækjum til björgunarstarfa og sá RadíóRaf um þær breytingar, svo sem Tetra og VHF talstöðvar, tvö GPS tæki og spjaldtölva ásamt öðrum búnaði.

 

Að sögn Halldórs Sigurjónssonar formanns Lífsbjargar mun bíllinn nýtast vel við störf sveitarinnar, en fyrir á hún samskonar bifreið árgerð 2001 og er því um kærkomna endurnýjun að ræða. Vill Halldór koma á framfæri góðum þökkum til þeirra styrktaraðila sem lögðu hönd á plóg og eru þeir eftirfarandi: Hraðfrystihús Hellissands, Útnes ehf, Kristinn J. Friðþjófsson ehf, Skarðsvík ehf, Útgerðafélagið Dvergur, Útgerðarfélagið Haukur, Litlalón ehf, Brim hf. og KG fiskverkun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is