Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2016 10:33

Skallagrímsmenn eru komnir í úrslitaviðureignina

Eftir að hafa lent 2-0 undir í undanúrslitaviðureigninni gegn Val sigraði Skallagrímur næstu tvo leiki og jafnaði. Því þurfti að grípa til oddaleiks til að knýja fram úrslit í rimmunni. Var hann leikinn í Valsheimilinu í gær. Þar gerðu Skallagrímsmenn sér lítið fyrir og unnu og tryggðu þeir sér þar með sæti í úrslitaviðureigninni gegn Fjölni. Bæði lið mættu ákveðin til leiks, beittu hápressu og leikurinn var hraður og jafn. Um miðjan annan leikhluta náðu Skallagrímsmenn góðum kafla og höfðu níu stiga forystu í hálfleik, 48-39.

 

Valsmenn náðu örlítið að koma til baka í upphafi síðari hálfleiks en nokkurs óöryggis gætti í sóknarleik beggja liða. Valur minnkaði muninn í fimm stig áður en Skallagrímsmenn tóku við sér að nýju og náðu tólf stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að komast inn í leikinn að nýju í upphafi fjórða leikhluta en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir hittu illa og virtist farið að draga örlítið af þeim. Þeir náðu þó að minnka muninn í þrjú stig á lokamínútunni en það var um seinan. Skallagrímsmenn voru yfirvegaðir á lokasekúndunm og sigldu sigrinum heim, 82-85.

J.R. Cadot fór mikinn í leiknum og daðraði við þrennuna. Hann skoraði 27 stig, tók 23 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Næstur honum kom Sigtryggur Arnar Björnsson með 23 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Hamid Dicko gerðu níu stig hvor.

 

Sigur Skallagríms tryggði þeim sæti í úrslitaviðureigninni gegn Fjölni. Þar er leikið um laust sæti í úrvalsdeild og þarf þrjá sigra til að vinna. Fyrsti leikur þeirrar viðureignar fer fram fimmtudaginn 14. apríl í Grafarvogi áður en liðin mætast öðru sinni í Borgarnesi á sunnudaginn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is