Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2016 06:01

Hvað kenndi Snorri í Reykholti og Ólafur hvítaskáld í Stafholti?

Í kvöld, þriðjudaginn 12. apríl, flytur Kristján Árnason prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fyrirlestur við Snorrastofu í Reykholti, sem hann nefnir Íslenskunámskrá í Borgarfirði á Sturlungaöld: Hvað kenndi Snorri í Reykholti og Ólafur hvítaskáld í Stafholti? Fyrirlesturinn er samvinnuverkefni Snorrastofu og Miðaldastofu Háskóla Íslands og fer fram í bókhlöðunni. Hann er hluti fyrirlestraraðar Snorrastofu, Fyrirlestrar í héraði og hefst að venju kl. 20:30.

Fjallað verður um einkenni menntunar þeirrar sem þeir frændur Snorri og Ólafur buðu verðandi skáldum og skrifurum í menntastofnunum sínum – Reykholti og Stafholti.  Í Reykholti var væntanlega kennd Snorra-Edda - kennslubók í norrænni skáldskaparlist og líklegt er að Ólafur og Sturla bróðir hans hafi verið meðal nemenda Snorra í Reykholti. Ólafur rak síðar skóla í Stafholti og finnst Kristjáni líklegt að þar hafi farið fram kennsla í málvísi og því sem nú heitir ritlist eða skapandi skrif, þ.e.a.s. í Stafholti hafi verið skáldaskóli, a.m.k. „skáldskaparfræðideild“ eða „-námsbraut“.

 

 

Um efni fyrirlestursins segir Kristján sjálfur: „Stundum er spurt hvort Snorri Sturluson hafi kunnað latínu - svo þjóðleg teljast fræði hans í Eddu- og sagnalist. Hins vegar velkist enginn í vafa um að bróðursonur hans, Ólafur hvítaskáld Þórðarson, hafi verið lærður í heimstungunni. Menn gera ráð fyrir að á ferðum sínum erlendis hafi hann lært margt, og segir hann reyndar sjálfur frá því í málfræðiritgerð sinni að Valdimar Danakonungur hafi kennt sér eitt og annað um rúnir. Helgi Þorláksson hefur í nýrri Skírnisgrein leitt að því líkum að Snorri hljóti að hafa lært að minnsta kosti samsvarandi því sem einu sinni var kallað fjórða bekkjar latína þegar hann var í Odda. En norræn skáldskaparfræði hljóta líka að hafa verið kennd á þeim bæ. Snorri hélt því áfram í Reykholti og Ólafur í Stafaholti, sá síðarnefndi með viðbót úr fræðum Donatusar og Pricianusar.“

 

Kristján Árnason er fæddur 1946. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi í almennum málvísindum frá Edinborgarháskóla 1977. Hann hefur starfað við kennslu og rannsóknir, lengst af sem prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Kristján hefur ritað fjölda ritgerða og fræðibóka sem birst hafa hér á landi og á alþjóðavettvangi.

 

Fyrir um ári síðan var þessi fyrirlestur á dagskrá Snorrastofu en var frestað vegna óveðurs. Nú er þess að vænta að öll hamlandi óveður séu um garð gengin og næði fáist til að skoða menntastofnanir héraðsins á miðöldum. Að venju verður boðið til kaffiveitinga og umræðna á fyrirlestrinum og aðgangseyrir er kr. 500.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is