Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2016 03:33

Skuldahlutfall Grundarfjarðarbæjar komið undir lögbundið hámark

Ársreikningar A- og B- hluta sjóða hjá Grundarfjarðarbæ fyrir 2015 voru lagðir fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 7. apríl síðastliðinn. Heildartekjur samstæðunnar allrar voru 929,2 milljónir króna en heildarútgjöld hennar þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta að fjárhæð 47,2 m. kr. voru 819,4 m. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð í samstæðunni um 109,8 m. kr. Að teknu tilliti til niðurstöðu fjármagnsliða að fjárhæð 69,6 m. kr. var samstæðan öll rekin með 40,2 m. kr. rekstrarafgangi á árinu. 

„Niðurstaða þessi er mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins, sem skýrist fyrst og fremst af hækkun tekna og því að verðbreytingar ársins voru minni en ráð hafði verið fyrir gert,“ segir Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri. „Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum hefur lækkað úr 161,1% í 149,11%. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Stórum áfanga var því náð á árinu, þar sem tókst að fara niður fyrir þetta viðmið. Fyrri áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að þessu marki yrði náð fyrr en árið 2017-2018,“ segir Þorsteinn.

 

Bæjarstjórinn segist þakka þennan góða árangur því að gætt hafi verið aðhalds í rekstri stofnana og deilda. „Jafnframt skiptir sköpum að verðlag ársins var stöðugt og innan þeirra marka sem spár gerðu ráð fyrir. Ennfremur er starfsfólki bæjarins þakkað fyrir vel unnin störf í rekstri sveitarfélagsins og ekki síður ber að þakka íbúum sveitarfélagsins fyrir þolgæði og gott samstarf á þessum tímum sem bæjarstjórnir liðinna ára hafa glímt við ná settu marki hvað þetta varðar,“ segir Þorseinn Steinsson.

 

Í sjóðstreymi samstæðunnar kemur fram þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum, verðbótum og gengismun að veltufé frá rekstri er 111,1 m.kr. Handbært fé frá rekstri er 143,7 m.kr., þegar tekið hefur verið tillit til breytinga á rekstrartengdum eignum. Fjárfestingar voru 28,5 m.kr. nettó. Afborganir lána og breyting á íbúðarétti voru 108,7 m. kr., en á móti voru tekin ný lán að fjárhæð 60 m. kr. Handbært fé hækkaði því á árinu um 66,5 m. kr. en í upphafi ársins var það 44,9 m.kr. Í árslok var handbært fé 111,4 m.kr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is