12. apríl. 2016 08:01
Í samönguáætlun fyrir næstu þrjú árin sem lögð hefur verið fram á Alþingi kemur meðal annars fram að veita á 98 milljónum króna til viðhalds flugvalla og lendingarstaða utan grunnnets, eins og það er kallað, fáfarnari flugvalla. Af þeim verður 30 milljónum króna veitt til yfirborðsviðhalds flugbrauta og flughlaða á Stóra-Kroppsflugvelli í Borgarfirði. Öll sú upphæð er til ráðstöfunar á þessu ári.