12. apríl. 2016 11:25
Í síðustu viku endurnýjuðu starfsmenn Rarik á Vesturlandi spenni við athafnasvæði Skipavíkur í Stykkishólmi. Að sögn Björns Sverrissonar deildarstjóra Rarik á Vesturlandi er um eðlilegt viðhald að ræða. Spennar af þessu tagi tærast með tímanum einkum þegar þeir eru nálægt sjó. Þessi var kominn á síðasta snúning, að sögn Björns. Nú var settur upp nýr spennir með galvanvörn sem þolir seltuna mun betur en þeir gömlu.