Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2016 01:59

Gleðileikarnir hófust í Borgarnesi í morgun

Gleðileikarnir 2016 hófust í Borgarnesi í morgun. Um er að ræða tveggja daga dagskrá þar sem uppbrot er frá hefðbundnu skólastarfi nemenda á efsta stigi Grunnskólans í Borgarnesi. Taka nemendur þátt í skemmtilegum og þroskandi þrautaleik. Skipulagning er í höndum foreldrafélags skólans í samstarfi við skólayfirvöld. Að sögn Ástu Kristínar Guðmundsdóttur verkefnisstjóra Gleðileikanna leituðu forsvarsmenn þeirra til aðila úr samfélaginu, líkt og gert hefur verið undanfarin ár, og koma fjölmargir að verkefninu. „Við höfum kallað eftir samstarfi úr samfélaginu til styrktar með ýmsum hætti svo sem með fjárframlagi, vörum eða vinnuafli. Bara við Gleðileikana sjálfa starfa um 40 sjálfboðaliðar, sem koma að verkefninu þessa tvo daga, fyrir utan allan undirbúning,“ segir Ásta Kristín í samtali við Skessuhorn. Hún segir aðila úr samfélaginu einnig koma inn í Gleðileikanefndina, þó hún sé aðallega skipuð foreldrum nemenda við skólann. „Við fáum svo til liðs við okkur fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga úr samfélaginu, sem hafa áhuga og vilja leggja málefninu lið.“

 

 

 

Samvinna, sjálfstæði og gleði

Í ár eru starfsstöðvarnar Björgunarsveitin Brák, Michelle Bird listakona, UMSB, Félagsmiðstöðin Óðal, Landnámssetrið, Stéttarfélag Vesturlands og þeir Sigursteinn Sigurðsson og Geir Konráð Theódórsson hjá Hugheimum.“

 

Ásta Kristín segir að krökkunum hafi verið skipt í átta hópa þvert á árganga. „Svo leysa þau átta mismunandi þrautir sem felast í samvinnu, sjálfstæði og gleði og fá gefin stig fyrir þá þætti. Allir sem klára verkefnið fá eitt stig en hinir þættirnir vega meira.“ Markmið leikanna er að efla unglingana bæði sem einstaklinga og í hóp, sem og að styrkja sjálfsmynd þeirra og samhug. Hóparnir glíma við margvíslegar þrautir þar sem reynir á samvinnu þeirra og sjálfstæði. Meðal þeirra verkefna sem krakkarnir leysa í ár er að leggja til sína vinnu í gerð stórs málverks, þar sem þau fá ákveðið þema. „Sumir þurfa þannig að mála með vinstri hendinni, aðrir með bundið fyrir augun og þess háttar. Svo er hugsunin sú að verkið verði hengt upp og að fólk fái að njóta þess eftir á,“ segir Ásta Kristín. „Svo er ein hönnunar- og tæknistöð, þar sem leystar eru ákveðnar þrautir eins og byggingarskipulag. Björgunarsveitin er með þraut, við erum með leiklistarspuna og uppbyggjandi samvinnuþraut, svo eitthvað sé nefnt,“ bætir hún við. Gleðileikunum lýkur á morgun í Hjálmakletti með pizzuveislu fyrir þátttakendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is