Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2016 08:01

Glæsileg vorsýning hjá FIMA

Vorsýning Fimleikafélags Akraness fór fram síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þátttakendur voru yfir tvö hundruð talsins á aldrinum fimm til átján ára og var þema sýningarinnar Pétur Pan. Að sögn Lóu Guðrúnar Gísladóttur framkvæmdastjóra félagsins var þetta stærsta sýningin sem félagið hefur haldið. „Sýningin í fyrra vakti mikla athygli og þá komust færri að en vildu. Fimleikafélagið fer ört stækkandi og þess vegna var ákveðið að hafa tvær sýningar í ár. Við áætlum að það hafi komið 850 til 900 áhorfendur núna, það var nánast fullt út úr dyrum á báðum sýningunum,“ sagði Lóa Guðrún í samtali við Skessuhorn.

 

 

Hún segir allan undirbúning fyrir sýningarnar hafa heppnast vel. „Sérstaklega í ljósi þess að það hefur verið mikið af mótum undanfarið, þá tókst þetta ótrúlega vel. Ég vil nota tækifærið og færa sérstakar þakkir til Stefaníu Sólar Sveinbjörnsdóttur sem hafði yfirumsjón með þessu og stóð sig eins og hetja í kringum sýninguna,“ segir Lóa Guðrún. Þetta var í fimmta sinn sem FIMA setur upp vorsýningu og verða sýningarnar umfangsmeiri með hverju árinu. „Það er meðal annars vegna fjölgunar iðkenda. Við erum strax byrjuð að spá í næstu sýningu og hugmyndin er að gera þetta enn stærra og meira þá, maður er alltaf að reyna að toppa sig.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is