Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2016 10:01

Tekur upp stuttmynd á Akranesi

Ársæll Rafn Erlingsson er nemandi á lokaári á leiklistarbraut við Kvikmyndaskóla Íslands. Um er að ræða tveggja ára nám og útskrifast Ársæll sem leikari nú í vor. Hann vinnur nú að lokaverkefni sínu við skólann, stuttmynd sem hann hyggst taka upp á Akranesi í þessari viku; dagana 14. til 17. apríl. „Við höfum gert stuttmyndir á hverri önn frá því að við byrjuðum í skólanum, sett upp leikrit og gert flestallt sem kemur að því að búa til kvikmyndir en alltaf með áherslu á leiklistina,“ segir Ársæll. Nú er komið að því að gera lokamyndina, stuttmynd sem ber vinnuheitið „Aldrei gleyma,“ sem er í leikstjórn eiginkonu Ársæls, Lovísu Láru Halldórsdóttur. Stuttmyndin fjallar um mann sem er að halda áfram með líf sitt eftir að hafa valdið banaslysi. „Þetta er svona dramatísk hrollvekja. Það er smá hryllingur í þessu líka. Aðalpersónan í myndinni er að reyna að læra að fyrirgefa sjálfum sér fyrir fortíðina en það er alltaf spurning hvort fortíðin hafi fyrirgefið honum.“

 

Nánar er rætt við Ársæl í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is