Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2016 02:01

Tæknimessa 2016 í FVA á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 14. apríl, verður tekið á móti tæplega 700 ungmennum af öllu Vesturlandi á Tæknimessu 2016 sem haldin verður í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Á Tæknimessu verður kynnt fyrir ungmennum úr 8.-10 bekk grunnskólanna á Vesturlandi kröftug iðnfyrirtæki á Vesturlandi, hversu miklir möguleikar eru á góðum störfum með haldgóða iðnmenntun og hvaða iðnnám er í boði við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Tæknimessan er verkefni sem stefnt er að verði reglulegur viðburður næstu árin. Að þessu sinni verður lögð áhersla á ,,þyngri“ iðngreinar, það er bygginga- og mannvirkjagreinar, málm- og véltækni, rafiðngreinar og bílgreinar. Á Tæknimessunni munu iðnfyrirtæki innan þessara greina kynna starfsemi sína og hvers konar störf er að finna innan þeirra. Auk þess verður farið með ungmennin í kynnisferð um einn stærsta iðnaðarklasa á landinu sem er á Grundartanga.

 

Ítarlega var greint frá Tæknimessu í Skessuhorni sem kom út í síðustu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is