Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2016 06:01

Fullkomið brúðkaup verður frumsýnt í Bíóhöllinni annað kvöld

Um þessar mundir eru leikglaðir félagar í Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands tíðir gestir í Bíóhöllinni á Akranesi. Þar verður leikritið Fullkomið brúðkaup frumsýnt annað kvöld, föstudaginn 15. apríl. Skessuhorn ræddi við þær Sunnevu Lind Ólafsdóttur og Brynju Rún Björnsdóttur úr leiklistarklúbbi nemendafélagsins, sem á veg og vanda að sýningunni.

 

„Þetta er farsi, mjög fyndinn og hefur allt sem góður farsi þarf að hafa. Það verður mikill misskilningur, algert klúður og einhvern veginn fer ekkert eins og það á að fara,“ segja þær og eru fullar eftirvæntingar. „Sýningin var ótrúlega vinsæl þegar hún var sett upp á Akureyri á sínum tíma. Við höfum tvisvar fengið gesti í salinn á æfingar og viðbrögðin voru vonum framar, það var mikið hlegið. Þannig að við erum mjög spenntar að byrja að sýna“ segja þær.

Sjö leikarar stíga á svið í Fullkomnu brúðkaupi en alls koma um 20 manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Kveður þar við annan tón en undanfarin ár. „Síðustu ár hafa verið settar upp mjög stórar sýningar og þar af hafa verið söngleikir núna tvö ár í röð. Okkur langaði að breyta aðeins til og ákváðum að fara þessa leið,“ segja þær. Hallgrímur Ólafsson var fenginn til að leikstýra, en hann hefur leikstýrt sýningum nemendafélagsins undanfarin ár. „Við erum mjög ánægðar með samstarfið við Halla. Hann hefur leikstýrt síðustu þremur sýningum og við vitum að það er gott að vinna með honum,“ segja þær.

 

 

Að sögn þeirra Sunnevu og Brynju er allt að smella saman fyrir stóra daginn. Verið er að leggja lokahönd á allan undirbúning og verkið að taka á sig endanlega mynd. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel og við höfum séð miklar framfarir hjá leikurunum frá því við byrjuðum,“ segir Sunneva.

Miðasala fer fram í verslun Omnis á Akranesi en einnig í Bíóhöllinni, þar sem miðasala hefst tveimur klukkustundum fyrir hverja sýningu. Sunneva og Brynja hvetja að sjálfsögðu alla til að næla sér í miða. „Ef þú hefur gaman af því að hlæja þá er þetta sýning fyrir þig,“ segja þær að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is