Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2016 10:01

Þykir ekki tiltökumál að hafa snyrtilegt í kringum sig

Gauti Sigurgeirsson er rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Hefur hann alloft sést fyrir utan Húsasmiðjuna með svartan ruslapoka þar sem hann hefur tínt rusl á lóð verslunarinnar og alveg niður að þjóðvegi. Gauti segir óvenju mikið af rusli hafi safnast upp í vetur. „Hér og víðar hefur þetta verið slæmt í vetur. Það er búið að vera mikið rok en aftur á móti lítill snjór. Snjórinn fergir venjulega ruslið svo það fýkur síður,“ segir Gauti og bætir því við að kominn hafi verið tími á að taka til hendinni við lóðina. „Þetta var orðið ógeðslegt. Móinn fyrir neðan lóðina var þakinn rusli alveg niður að vegi frá afleggjaranum hingað uppeftir og nánast út að hringtorgi,“ segir Gauti. Undanfarnar vikur hefur hann farið reglulega út og fyllt hvern ruslapokann á fætur öðrum af rusli. „Ég smellti mér í þetta og þótti það svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér. Mér þykir ekki tiltökumál að hafa snyrtilegt í kringum mig og að ásýndin sé þokkaleg,“ segir hann.

 

Nánar er rætt við Gauta í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is