Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2016 02:51

Akranes hernumið

Ef rússneski herinn hefði hernumið Akranes fyrir 20-30 árum væru tækin sem skipað hefði verið á land vafalaust svipuð þeim sem nú má sjá bregða fyrir á hafnarsvæðinu. Ekkert er þó að óttast því allt eru þetta ökutæki sem notuð verða við upptökur á amerísku stórmyndinni Fast-8.  Tökum á myndinni á Mývatni lauk á mánudaginn og nú er verið að gera klárt fyrir tökur á Akranesi á morgun og föstudag. Lítið er þó gefið uppi um nákvæmlega hvar og hvenær upptökur fara fram, en stóra bryggjan er allavega frátekin á morgun fyrir tökuliðið. Von er á þremur flutningaskipum á Akranes næstu daga, meðal annars með áburð, en jafnframt búist við því að uppskipun úr þeim tefjist eitthvað. Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag og gær og sýna skriðdreka, snjóbíla og vörubíla með merki austantjaldsríkja.

 

Því má við þetta bæta að síðdegis í dag mætti bílalest með fjölda tækja á Akranes. Þar mátt sjá bæði sportbíla og nýtískuleg stríðstæki ásamt búnaði í stórum flutningabílum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is