Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2016 02:51

Akranes hernumið

Ef rússneski herinn hefði hernumið Akranes fyrir 20-30 árum væru tækin sem skipað hefði verið á land vafalaust svipuð þeim sem nú má sjá bregða fyrir á hafnarsvæðinu. Ekkert er þó að óttast því allt eru þetta ökutæki sem notuð verða við upptökur á amerísku stórmyndinni Fast-8.  Tökum á myndinni á Mývatni lauk á mánudaginn og nú er verið að gera klárt fyrir tökur á Akranesi á morgun og föstudag. Lítið er þó gefið uppi um nákvæmlega hvar og hvenær upptökur fara fram, en stóra bryggjan er allavega frátekin á morgun fyrir tökuliðið. Von er á þremur flutningaskipum á Akranes næstu daga, meðal annars með áburð, en jafnframt búist við því að uppskipun úr þeim tefjist eitthvað. Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag og gær og sýna skriðdreka, snjóbíla og vörubíla með merki austantjaldsríkja.

 

Því má við þetta bæta að síðdegis í dag mætti bílalest með fjölda tækja á Akranes. Þar mátt sjá bæði sportbíla og nýtískuleg stríðstæki ásamt búnaði í stórum flutningabílum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is