Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2016 03:32

Sturla Jónsson tilkynnir forsetaframboð

Sturla H. Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Í tilkynningu sem hann hefur sent fjölmiðlum segir að hann hafi nú þegar safnað undirskriftum þrjú þúsund meðmælenda víða um land. „Allt frá árinu 2008 hefur Sturla verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Mörgum er minnistæð barátta hans og félaga hans það ár fyrir lækkuðu eldsneytisverði sem hafði áhrif á lánskjaravísitölu heimilanna í landinu. Árið eftir hélt Sturla til starfa í Noregi. Þegar hann sneri aftur árið 2010 sá hann að hann gæti ekki látið kjör fólks í landinu afskiptalaus. Hann hóf þá baráttu sem enn sér ekki fyrir endann á sem snýr að lögmæti lána, hegðan lánastofnana gagnvart viðskiptavinum sínum með fulltingi sýslumanna, úrræðaleysis og afskiptaleysis annarra stjórnvalda gagnvart þeim. Sturla mun sinna störfum sínum sem æðsti embættismaður þjóðarinnar eftir þeim starfsreglum sem gilda um forseta í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,“ segir í tilkynningu.

 

 

Sturla er fæddur í Reykjavík 4. nóvember 1966. Hann ólst upp í Breiðholti, var nemandi í Fellaskóla og í sveit á sumrin þar sem hann lærði að taka til hendinni. Strax að grunnskólaprófi loknu hóf Sturla atvinnuþátttöku sína aðeins 15 ára gamall. „Óhætt er að fullyrða að hann hafi margvíslega reynslu á vinnumarkaði; fyrst hjá rafvirkjum þar til hann tók að róa til fiskjar á vertíðarbátum og smærri bátum, fjórar vertíðar uns hann sneri í land og tók til starfa við jarðvinnu hjá ýmsum verktökum. Hann hefur einnig starfað við járnsmíði, bifvélavirkjun, húsbyggingar og fleiri iðngreinar. Of langt mál væri að telja allt það sem Sturla Jónsson hefur unnið við á 35 ára starfsævi. Árið 1998 fannst honum kominn tími til að nýta reynslu sína til að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur sem hann sinnti af kostgæfni allt til ársins 2008; þess eftirminnilega árs. Sturla H. Jónsson er kvæntur Aldísi Ernu Helgadóttur og eiga þau þrjá stráka á aldrinum 16 til 26 ára.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is