14. apríl. 2016 10:16
Í gærkvöldi kom upp eldur í reykkofa í eigu Sæþórs Þorbergssonar veitingamanns í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Kofinn stóð vestan við fjárhúsabyggðina milli kletta. Brann kofinn til kaldra kola og talsvert af kjöti sem í honum var. Þrátt fyrir að ekki sé um stórt eignatjón að ræða er það tilfinningalegt því Sæþór er nú að gera tilraunir með fullvinnslu á eigin ræktun á lambakjöti og var hann að þurrka og reykja kjöt í kofanum. Glóð úr eldstæði hefur náð að læsast í eldmat. Ekki þótti ástæða til að kalla slökkvilið til þar sem kofinn var nánast brunninn þegar að var komið.