Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2016 08:01

Ráðist verður í verulegar endurbætur á sundlauginni á Hlöðum

Viðhaldsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2016 var afgreidd á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 12. apríl. Hljóðar áætlunin samtals upp á tæplega 39 milljónir króna sem varið verður á þessu ári til viðhalds á fasteignum sveitarfélagsins. Meðal einstakra þátta í áætluninni má nefna að rúmlega 5,1 milljón verður varið til viðhalds á leikskólanum Skýjaborg. Þar stendur til að endurnýja ofn og sinna öðru viðhaldi í eldhúsi, sem og að endurbæta aðstöðu starfsmanna. Einnig má nefna að rúmar 2,4 milljónum verður varið í viðhald Heiðarborgar, rúmum 2,6 í viðhald Heiðarskóla og rúmri 1,6 milljón til félagsheimilisins Fannahlíðar. Í síðarnefndu atriðunum er um að ræða reglubundið viðhald. En langstærstum hluta þess fjár sem gert er ráð fyrir í viðhald fasteigna, eða rúmum 22 milljónum króna, á að verja til umfangsmikils viðhalds sundlaugarinnar á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.

 

 

Skiptar skoðanir

Ljóst er að sveitarstjórnarmenn voru ekki sammála um málið þegar viðhaldsáætlun var afgreidd. Á fundi sveitarstjórnar lagði Ása Helgadóttir fram breytingartillögu þess efnis að því fé sem áætlað hafði verið að verja til viðhalds sundlaugarinnar að Hlöðum yrði nýtt í frekara viðhald á öðrum fasteignum sveitarfélagsins. Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Upphaflega tillagan var síðan samþykkt með sama mun atkvæða. Aðrir liðir viðhaldsáætlunar voru samþykktir samhljóða.

Sundlaugin að Hlöðum þarfnast mikils viðhalds; endurnýja þarf dúk hennar og ráðast í endurbætur á lagnakerfinu. Umfang þeirra endurbóta er óvíst því ástand lagna kemur ekki að fullu í ljós fyrr en grafið hefur verið frá þeim. Heita potta þarf að færa til og endurnýja auk þess sem gera þarf ráð fyrir hellulögn og öðru tilfallandi.

 

Eins fljótt og auðið er

Skúli Þórðarson sveitarstjóri segir að strax verði hafist handa við að undirbúa viðhaldsframkvæmdirnar. „Fyrirliggjandi viðhaldsáætlun var samþykkt og næsta verkefni okkar sem vinnum í stjórnsýslunni er að koma henni í gang,“ segir hann. „Viðhald sundlaugarinnar á Hlöðum er stórt verkefni og vonandi geta framkvæmdir hafist fljótt svo hægt verði að opna laugina sem fyrst, en það liggur ekki fyrir á þessari stundu hvenær það verður hægt,“ segir Skúli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is