18. apríl. 2016 06:01
Félagskonur í kvenfélaginu Kötlu í Reykhólasveit ákváðu nýverið að færa Björgunarsveitinni Heimamönnum eina milljón króna í styrk vegna kaupa á björgunarbát. Báturinn sem um ræðir er slöngubátur af gerðinni Atlantic 75 og verður staðsettur á Reykhólum. Hann er búinn öllu helstu tækjum og tólum sem björgunarbátar þurfa að hafa. Til dæmis er í bátnum dæla sem bæði getur dælt sjó úr skipum eða vatni á brennandi fley.