Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2016 10:32

Verulegur viðsnúningur í rekstri og skuldastöðu Borgarbyggðar

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2015 var kynntur í sveitarstjórn í gær. Rekstrartekjur A og B hluta voru tæpir 3,5 milljarðar en rekstrargjöld um 3 milljarðar. Afskriftir voru 123 milljónir, fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur 160 milljónir og nettó hagnaður af rekstri því 170 milljónir króna. Heildarskuldir voru um 4,8 milljarðar króna. Þessar lykiltölur segja að skuldahlutfall sveitarsjóðs er komið niður í 138% af tekjum og þar með færist Borgarbyggð úr gjörgæsluflokki þar sem sveitarfélög eru sem skulda yfir 150% af veltu.

 

 

„Þetta er verulega mikill viðsnúningur í rekstri á milli ára en rekstrarhalli var um 104 milljónir króna árið 2014,“ segir í tilkynningu frá oddvitum meirihlutaflokkanna, þeim Birni Bjarka Þorsteinsdóttur og Geirlaugu Jóhannsdóttur. „Rekstrartekjur hækkuðu um 420 milljónir á milli ára eða 13,8% og rekstrargjöld um 5,6%. Skuldir lækka áfram og handbært fé eykst umtalsvert. Borgarbyggð stenst nú þær fjármálareglur sem sveitarfélögum eru settar, þriggja ára rekstrarjöfnuður er jákvæður og skuldahlutfall heldur áfram að lækka og er nú komið í 138% af veltu, skuldaviðmið er 107%. Skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum má ekki vera hærra en 150% af reglulegum tekjum og er því Borgarbyggð komin vel undir það mark og markmið að svo verði áfram þrátt fyrir meiri fjárfestingar og framkvæmdir.“

 

Að sögn oddvitanna eru margir samverkandi þættir sem stuðlað hafi að þessari jákvæðu rekstrarniðurstöðu. „Má þar m.a. nefna ýmsar aðhaldsaðgerðir sem fyrrum sveitarstjóri, sviðsstjórar og forstöðumenn stofnana leiddu af miklum metnaði, stofnanir sveitarfélagsins stóðust fjárhagsáætlun, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga urðu 120 milljónum hærri en ráð var fyrir gert, fasteignagjöld voru hækkuð sem leiddi til um 100 milljón króna viðbótar tekna, eignasala bætti sjóðsstöðu, lág verðbólga dró úr fjármagnskostnaði og framkvæmdir voru í sögulegu lágmarki. Íbúum hefur fjölgað um 100 á milli ára og útsvarstekjur þar með hækkað.“

 

Ársreikning Borgarbyggðar í heild má sjá inn á www.borgarbyggd.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is