Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2016 10:41

Frábær lokakafli tryggði Skallagrími sigur

Úrslitaviðureign 1. deildar karla í körfuknattleik hófst í gær þegar Skallagrímur heimsótti Fjölni.

 

Leikurinn fór mjög hægt af stað og spennustigið hátt. Liðin tóku fyrstu þrjár mínútur leiksins í að hlaupa úr sér mesta stressið og náðu ekki að skora á meðan. Eftir það náði Fjölnir yfirhöndinni en Skallagrímsmenn hittu illa úr skotum sínum. Þeir fundu taktinn þó fljótt og náðu heimaliðinu. Fyrri hálfleikur var hnífjafn eftir það. Liðin skiptust á að leiða með einu og tveimur stigum þar til flautað var til leikhlés. Þá hafði Fjölnir eins stigs forystu, 36-35.

 

Snemma í þriðja leikhluta áttu leikmenn Fjölnis góðan kafla og náðu að slíta sig frá Borgarnesliðinu. Þeir fóru inn í lokafjórðunginn með níu stiga forskot og vind í seglum. Sá munur hélst að kalla óbreyttur þar til fimm mínútur lifðu leiks. Þá var eins og leikmenn Fjölnis teldu að sigurinn væri í höfn og þeir þyrftu aðeins að halda út. Slíkur hugsunarháttur getur reynst hættulegur í úrslitakeppni og fengu þeir heldur betur að kynnast því. Skallagrímsmenn gengu hreint til verks gegn værukærum Fjölnismönnum, skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og komust yfir þegar aðeins mínúta var eftir. Heimamenn brenndu af sniðskoti á lokamínútunni og áttu enga kosti aðra en að senda gestina á vítalínuna. Í örvæntingarfullri tilraun til að stela sigrinum á lokasekúndunum tóku Fjölnismenn erfitt þriggja stiga skot sem var varið. Þeir fengu frákastið af skotinu og næsti maður setti þristinn niður en það var um seinan, leiktíminn var úti áður en skotið reið af. Lokatölur 79-81, Skallagrími í vil.

 

Heimamenn stjórnuðu gangi mála nær allan leikinn og mega heldur betur naga sig í handarbökin yfir úrslitunum. En það verður ekki af Skallagrímsmönnum tekið að þeir gáfust aldrei upp og stálu sigrinum með frábærum lokakafla.

 

J.R. Cadot var atkvæðamestur Skallagrímsmanna með 23 stig og 13 fráköst. Næstur honum kom Sigtryggur Arnar Björnsson með 21 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar.

 

Skallagrímur leiðir viðureignina með einum sigri gegn engum. Með sigrinum í gær náðu þeir jafnframt að stela heimaleikjaréttinum í viðureigninni. Næst eigast liðin við í Borgarnesi á sunnudag, 17 apríl. Sá leikur hefst kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is