Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2016 08:01

Faglegan stuðning skortir við innleiðingu aðalnámskrá

Skólastjórafélag Vesturlands hefur sent frá sér ályktun um þær breytingar sem eiga sér stað í íslenskum grunnskólum vegna innleiðingar nýrrar aðalnámskrár. Í formála ályktunarinnar er farið yfir helstu breytingarnar sem felast í innleiðingunni. Þar segir einnig að kúvending sé frá því sem var í fyrri námskrá, þar sem lögð sé áhersla á hæfniviðmið á öllum greinasviðum en áður var lögð áhersla á þekkingarmarkmið. „Andi leiðsagnarmats svífur yfir vötnum og kröfur til nemenda eiga að vera öllum sýnilegar í formi hæfniviðmiða og matsviðmiða. Fylgst er með stöðu nemanda á sem fjölbreyttastan hátt á meðan námi þeirra stendur. Í raun má segja að allt sem fram fer í námi og leiðir til þess að nemandi ígrundi og meti eigin stöðu sé leiðsagnarmat. Nýja námskráin leggur áherslu á slík vinnubrögð.“

 

 

Í ályktun félagsins segir að allt frá því að námskráin fyrir greinasvið kom út haustið 2013 hafi skólar verið að innleiða nýja kennsluhætti og námsmat. „Það verður að segjast að þessi vinna gengur mjög misjafnlega. Það sem hefur gengið hvað örðugast er tæknilegs eðlis og felst m.a. í því að hæfniviðmiðin eru óljóst orðuð og matsviðmiðin líka mörg hver. Enn fremur það sem verra er, að hæfni- og matsviðmiðin falla ekki jafn vel saman og æskilegt væri,“ segir í ályktun Skólastjórafélags Vesturlands. Þar segir jafnframt að þetta tvennt eigi að mynda eina heild sem það geri ekki í öllum tilvikum, þó misjafnlega eftir greinasviðum. Félagið telur að vinnuna hefði þurft að vanda betur þannig að hæfniviðmið væru skýr og auðvelt að vinna með þau og matsviðmiðin sem eina heild. Þá fagnar félagið því frelsi sem skólum er fengið til að fara sínar leiðir við að útfæra kennslu og námsmat og telur vinnubrögð hafa verið til fyrirmyndar þegar nýja námskráin var kynnt. „Það sem skortir í innleiðingarferlinu er faglegur stuðningur við skóla við að taka upp nýjar og breyttar áherslur í skólastarfinu. Að okkar mati skortir markvissan stuðning, í formi ráðgjafar og símenntunar, við innleiðingu nýrra kennsluhátta. Myndband og bæklingur eru góð hjálp en koma ekki í staðinn fyrir markvissan stuðning fagfólks á vettvangi,“ segir í ályktuninni og bent á að efla þurfi faglegan stuðning við innleiðinguna og mikilvægt sé að leitað verði til skólafólks sem hefur þekkingu og reynslu á því sviði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is