Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2016 09:01

Samstarf við skapandi greinar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl verður mikið um að vera í Safnahúsinu í Borgarnesi.  Opnuð verður m.a. óvenjuleg sýning og haldnir óvenjulegir tónleikar.

 

Ungir tónsmiðir og Snorri Hjartarson

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Safnahúss og Tónlistarskóla Borgarfjarðar og hefur það fengið heitið Sumarbragur.  Það fer þannig fram að í Safnahúsi eru teknir saman textar eftir höfunda úr héraði sem nemendur skólans fá síðan í hendur og semja lög við.  Þau eru síðan flutt á tónleikunum og oft eru það tónskáldin sjálf sem standa að flutningnum.  Þetta er í fjórða sinn sem stofnanirnar tvær standa fyrir þessari listsköpun ungs fólks og hefur það vakið talsverða athygli. Markmið þess eru samkvæmt menningarstefnu Borgarbyggðar, að hvetja til listsköpunar og miðla þekkingu um menningararfinn. Samfélagssjóður Verkfræðistofunnar Eflu styrkir verkefnið.

 

Refir og menn

Hinn viðburður dagsins er opnun á sýningu á myndum eftir Sigurjón Einarsson ljósmyndara. Sigurjón hefur fylgst með nokkrum refaveiðimönnum í vetur og tekið myndir í umboði Safnahúss. Hér er því stefnt saman ljósmyndalist og aldagamalli atvinnuhefð. Refaveiðimenn vinna einir og störf þeirra eru bæði sérstök og mikilvæg íslenskum landbúnaði. Afar fróðlegt er að fá innsýn í þennan heim.

 

Sigurjón Einarsson

Þetta er fyrsta sýning Sigurjóns. Hann er fæddur í Hafnarfirði 1969 sonur Einars Gíslasonar frá Reykjavík og Kristrúnar Guðmundsdóttur frá Skáleyjum. Sigurjón var alinn upp við veiðiskap bæði á stöng og byssu en ljósmyndun tók yfirhöndina fyrir um tíu árum síðan. Hann flutti á Hvanneyri árið 1999 með fjölskyldu sína og stundaði þar nám á umhverfissipulagsbraut.  Hann hefur ætíð haft áhuga á fuglum, sem og náttúru landsins alls. Ljósmyndun hefur alla tíð verið áhugamál en fyrst fyrir alvöru eftir að stafræna tæknin ruddi sér til rúms. Undanfarin ár hef hann lagt nokkuð upp úr því að mynda refi bæði um sumar og að vetri og hyggst stunda það áfram næstu árin. Sýningin nýtur styrks frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

 

Önnur verkefni

Þess má geta að þennan sama dag verður einnig komin upp ný veggspjaldasýning, frásögn um slysið harmræna þegar rannsóknarskipið Pourquoi pas? strandaði við Straumfjörð árið 1936 eða fyrir réttum 80 árum. Sýningin er í stigagangi hússins og hönnuður hennar er Heiður Hörn Hjartardóttir.  Franska Sendiráðið styrkir þetta verkefni.

 

Ennfremur verður þennan dag sett í gang ljósmyndasamkeppni á vegum Safnahúss um myndir frá Borgarnesi og Beco veitir þar fyrstu verðlaun. 

 

Dagskráin hefst í Safnahúsi kl. 15.00 á sumardaginn fyrsta og eru allir velkomnir.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is