18. apríl. 2016 09:44
Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi eru nú allir helstu vegir í landshlutanum færir. Hálka og skafrenningur er þó á Holtavörðuheiði og krapi og snjóþekja á Bröttubrekku, Fróðárheiði og Laxárdalsheiði. Undir kvöld í gær var veginum um Holtavörðuheiði lokað vegna skafrennings og blindu. í Hæðarsteinsbrekkunni varð árekstur, án meiðsla á fólki. Þar var um tíma í gærkvöldi afar slæmt veður. Koma þurfti ökumönnum margra bifreiða til hjálpar á heiðinni og enn fleiri biðu af sér veðrið í Staðarskála og Hreðavatnsskála.