Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2016 10:51

Eins stigs tap Snæfells í fyrsta leik

Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik hófst á laugardag þegar Snæfell heimsótti Hauka. Liðin höfnuðu í efstu tveimur sætum deildarinnar og fyrir viðureignina var mál manna að þarna færu tvö bestu lið mótsins.

 

Leikurinn fór hægt af stað. Bæði lið voru varkár og þreifuðu fyrir sér. Þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður tóku Haukakonur frumkvæðið í leiknum. Snæfellskonur komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn heimaliðsins. Þær náðu þó góðum kafla snemma í öðrum leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd á vellinum, skelltu heimaliðið í lás í vörninni og settu í fluggírinn í sókninni. Skilaði það heimaliðinu afgerandi 16 stiga forskoti í hálfleik, 33-17.

 

Snæfell byrjaði síðari hálfleikinn betur en þær luku þeim fyrri og minnkuðu forskotið smám saman. Um miðjan þriðja leikhluta urðu Haukar fyrir áfalli þegar Helena Sverrisdóttir, þeirra besti leikmaður, meiddist og varð að fara af velli. Áfram héldu Snæfellskonur að saxa á forskotið og þegar lokafjórðungurinn er hálfnaður munar aðeins þremur stigum á liðunum. Haukar tóku þá við sér á ný og juku forskotið í átta stig. Snæfellskonur gerðu heiðarlega tilraun til að stela sigrinum með ótrúlegum kafla á lokasekúndum leiksins en það var um seinan. Þær urðu að sætta sig við eins stigs tap, 65-64.

 

Haiden Palmer var atkvæðamest Snæfellskvenna með 20 stig, 18 fráköst og sex stoðsendingar. Næst henni kom Gunnhildur Gunnarsdóttir með 14 stig og sex fráköst.

 

Haukar leiða úrslitaviðureignina með einum sigri gegn engum. Liðin mætast aftur í kvöld, mánudaginn 18. apríl, í Stykkishólmi og þar geta Snæfellskonur jafnað metin í viðureigninni. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is