Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2016 02:18

Fjallar um list- og verkgreinar á fyrirlestri í Snorrastofu

Snorrastofa í Reykolti býður til fyrirlestrar annað kvöld, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:30 í bókhlöðu stofnunarinnar. Það er Kristín Á. Ólafsdóttir kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem flytur fyrirlesturinn, „List og verkgreinar í grunnskóla: Nauðsyn eða afgangsstærð?“ Hún byggir þar á rannsókninni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar sem gerð var á 20 íslenskum grunnskólum í fjórum sveitarfélögum. Rannsóknin kom út í árslok 2014 og að henni unnu á þriðja tug fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Fyrirlesarinn skoðaði sérstaklega, ásamt fleirum í rannsóknarhópnum, list- og verkgreinar í skólunum og í þeirri athugun voru viðhorf nemenda, starfsmanna og foreldra til námsgreinanna könnuð. Í fyrirlestrinum verður einnig sagt frá öðrum nýlegum rannsóknum á list- og verkgreinum í íslenskum grunnskólum. Gildi og markmið greinanna verða rædd og einnig litið aftur um rúma öld til að rifja upp það sem forkólfar í skólamálum sögðu þá um menntun hugar og handa. Þeir sem gengu í barnaskóla upp úr miðri síðustu öld kannast kannski við að þessar greinar hafi verið kallaðar „aukagreinar“. Getur verið að þess gæti enn í viðhorfum foreldra grunnskólabarna og jafnvel innan skólanna? 

 

 

Kristín Á. Ólafsdóttir er búsett í Véum í Reykholti og er kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þar kennir hún meðal annars verðandi kennurum leiklist í skólastarfi og tjáningu í töluðu máli. Kristín er menntaður leikari frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og hefur bæði leikið og leikstýrt auk þess að vinna við dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi. Hún lauk meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2007.

 

Segja má að fyrirlesturinn sé upptaktur að listavori ungu kynslóðarinnar, en þriðjudaginn 3. maí næstkomandi verður haldin barnamenningarhátíð í Reykholti. Þar verður skapaður vettvangur fyrir afrakstur skapandi vinnu nemenda í grunnskólum héraðsins, sem tengist Snorra Sturlusyni og samtíð hans. Nemendur fylgja vinnu sinni sjálfir úr hlaði og býðst einnig að eiga stefnumót við ýmis konar verkstæði og vinnu, sem tengjast þessum tíma.

Þessi fyrirlestur var á dagskrá Snorrastofu í febrúar síðastliðnum en var þá frestað af óviðráðanlegum orsökum. Að venju er aðgangur að fyrirlestrinum 500 krónur og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að honum loknum.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is