Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2016 08:01

Ung Skagamær gerist fréttamaður

Hekla María Arnardóttir, 13 ára nemandi í 7. bekk í Grundaskóla, hefur verið valin úr stórum hópi umsækjenda til að fá tækifæri til að verða fréttamaður á KrakkaRÚV. Um er að ræða tímabundið verkefni sem tengist Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem hófst í gær og stendur til 24. apríl næstkomandi. Að sögn Heklu Maríu er hún ein tíu umsækjenda sem fær þetta tækifæri. „Þetta var auglýst inni á krakkaruv.is og frænka mín sendi mér linkinn af auglýsingunni. Þegar ég sótti um að vera með þurfti ég að taka upp myndband og segja frá því af hverju ég vildi verða fréttamaður,“ segir Hekla María, sem var á miðri æfingu fyrir Stóru upplestrarkeppnina þegar blaðamann bar að garði. Henni fannst lítið mál að taka upp myndbandið og hlakkar mikið til að taka þátt í verkefninu. „Ég sótti um af því að ég hef alltaf haft áhuga á fréttamennsku og fréttum. Ég hef alltaf haft gaman af því að tala,“ segir hún hress í bragði. „Við fengum svo tölvupóst og ég hélt fyrst að ég væri bara að fara á námskeið. Ég vissi ekki um Barnamenningarhátíðina og að við ættum að segja fréttir þaðan,“ bætir hún við. Aðspurð að því hvort hún sé ekkert stressuð að koma fram í sjónvarpinu segist hún ekki finna fyrir því - í það minnsta ekki ennþá. „Kannski verð ég stressuð fimm mínútum áður en ég byrja,“ segir hún.

Fór fyrst á námskeið

Verkefnið hófst í síðustu viku þegar ungu fréttamennirnir fóru á tveggja daga námskeið hjá RUV, þar sem þau fengu tækifæri til að vinna með þekktum aðilum úr sjónvarpsheiminum. „Þar lærðum við fréttaskrif, viðtalstækni og fleira. Við lærðum til dæmis að spyrja ekki bara já og nei spurninga. Svo fórum við í skoðunarferð um húsnæði RUV. Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Hekla María. Hún segir hina fréttamennina alla vera af höfuðborgarsvæðinu og að hún sé með þeim yngstu sem taka þátt. Hekla María verður á ferðinni um Reykjavíkurborg næstu daga, ásamt hinum ungu fréttamönnunum. „Á meðan á hátíðinni stendur þá verðum við á ferðinni og segjum frá því hvað er að gerast. Svo verður besta frétt dagsins valin og hún fer í sjónvarpið. Hinar fara allar inn á ruv.is og á krakkaruv.is en ég vonast auðvitað til þess að komast í sjónvarpið,“ segir Hekla María kát að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is