Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Einmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2016 11:03

Snæfell sigraði annan leikinn örugglega

Um þessar mundir stendur yfir úrslitaviðureign Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Þar eigast við tvöfaldir Íslandsmeistarar Snæfells og Haukar. Hafnarfjarðarliðið vann fyrsta leikinn með einu stigi og leiddi því viðureignina þegar liðin mættust aftur í Stykkishólmi í gær. Þar gerðu Snæfellskonur sér lítið fyrir og jöfnuðu viðureignina með öruggum sigri, 69-54. Jafnt var á með liðunum framan af leik og aðeins munaði tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það skelltu Snæfellskonur í lás og héldu Haukum stigalausum í heilar sjö mínútur með frábærum varnarleik. Á meðan bættu Snæfellskonur stigunum við hægt og rólega og höfðu afgerandi forskot í hálfleik, 32-16.

 

 

Þegar lið leiðir með svo afgerandi hætti er alltaf hætt við því að leikmenn verði værukærir. Í upphafi þriðja leikhluta virtist sem Snæfellskonur ætluðu að falla í þá gryfju og gefa ákveðnum Haukakonum smá von á ný. En eftir að gestirnir söxuðu fjögur stig af forystunni náðu Snæfellskonur fullri einbeitingu á nýjan leik. Þær juku forskot sitt í 20 stig fyrir lokafjórðunginn og héldu gestunum í öruggri fjarlægð til leiksloka. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að Haukar náðu aðeins að klóra í bakkann en sigurinn Snæfells var aldrei í nokkurri hættu. Lokatölur í Stykkishólmi 69-54 og Snæfell búið að jafna viðureignina.

 

Haiden Palmer átti frábæran leik fyrir Snæfell. Hún skoraði 25 stig, tók átta fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 14 stig og tók sjö fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir var með níu stig, átta fráköst og sex stoðsendingar.

 

Eins og áður segir er staðan jöfn í úrslitaviðureign Snæfells og Hauka, hvort lið hefur einn sigur. Þriðji leikur liðanna fer fram í Hafnarfirði á fimmtudaginn. Sigri Snæfellskonur þann leik fá þær gullið tækifæri til að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð á heimavelli þegar liðin mætast fjórða sinni sunnudaginn 24. apríl næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is