20. apríl. 2016 10:01
Í tilefni að því að 60 ár eru liðin frá stofnun Barnaskólans á Varmalandi, sem nú heitir Grunnskóli Borgarfjarðar Varmalandsdeild, verður opið hús í skólanum mánudaginn 25. apríl nk. frá kl. 9.30 til 11.30. Hægt verður að ganga um svæðið, fylgjast með hefðbundnu skólastarfi og skoða breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu. Teknar verða fram eldri skólabækur og munir sem gaman er að skoða og boðið verður upp á veitingar. „Hvetjum við sérstaklega fyrrverandi nemendur til að koma í heimsókn,“ segir í tilkynningu frá skólanum.